Til stendur að ráðast í framkvæmdir við endurbætur á baðlóni Bláa lónsins í vor.

Í fyrri áfanga af tveimur er stefnt að því að stækka útisvæði baðlónsins með því að bæta við nýrri þurrgufu og eimbaði, köldum potti, tveimur misháum nuddfossum, útibekkjum og göngustígum.

Helga Árnadóttir.
Helga Árnadóttir.

„Við viljum með þessum breytingum bæta enn frekar upplifun okkar gesta,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunarmála hjá Bláa lóninu.

Stærðar viðbygging bætist við

Helga segir vonir standa til að framkvæmdir geti hafist í vor og þeim ljúki áður en háönn ferðaþjónustunnar hefst í sumar. Í síðari áfanga endurbótanna sem ráðast á í síðar er svo stefnt að því að reisa stærðarinnar viðbyggingu undir búningsklefa og allan veitingarekstur við baðgesti og starfsmannaaðstöðu á norðausturhluta lóðarinnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.