*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 11. maí 2013 13:54

Bláa lónið stofnar ferðaskrifstofu

Bláa lónið hefur stofnað félag um rekstur ferðaskrifstofu og sækir nú um tilskilin leyfi til slíks reksturs.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Bláa lónið hefur stofnað hlutafélagið Blue Lagoon Travel ehf. sem ætlað er að halda utan um rekstur ferðaskrifstofu, almennrar ferðaþjónustu og skipulagningu hópferða. „Við erum að sækja okkur þau leyfi sem þarf til að sinna miðlun á ferðaþjónustu svo að við getum mætt þörfum okkar viðskiptavina,“ segir Grímur Karl Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.

„Við fáum hátt í eina milljón heimsókna á vefsíðuna okkar árlega,“ segir Grímur. „Þetta er því ákveðin viðskiptaþróun sem við erum að vinna að,“ bætir hann við og segir svipað þekkjast hjá öðrum fyrirtækjum sem bjóða upp á grunnþjónustu fyrir ferðamenn. „Margir afla sér leyfis til að geta verið með fjölbreyttara þjónustuframboð,“ segir Grímur og nefnir Ferðaþjónustu bænda, Kynnisferðir og Iceland Excursions sem dæmi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.