Farsímaframleiðandinn Blackberry ætlar að ráða 350 nýja verkfræðinga á næstu mánuðum. Blackberry er með höfuðstöðvar sínar í Waterloo í Kanada, ætlar nú að einbeita sér að vexti eftir nokkurra ára þrautagöngu, sem einkennst hefur af uppsögnum og hagræðingaraðgerðum, að því er segir í frétt Waterloo Region Record.

Það segir sína sögu að starfsmenn Blackberry eru nú um 7.000 talsins, en voru flestir um 17.000 árið 2011.

Tap Blackberry á öðrum ársfjórðungi var minna en gert var ráð fyrir, eða um 207 milljónir dala og segir John Chen, forstjóri fyrirtækisins, að gert sé ráð fyrir því að félagið skili hagnaði á árinu 2016. Tap Blackberry á öðrum fjórðungi síðasta árs nam 965 milljónum dala.