Snjallsímavæðingin hefur gert BlackBerry erfitt fyrir. Hver hlutur í félaginu fæst nú á 7,16 dollara, en bréfin hafa lækkað um rúmlega 70% á seinustu fimm árum.

John Chen, framkvæmdarstjóri BlackBerry, hefur nú gert það opinbert að fyrirtækið muni gefa út Android snjallsíma sem mun kosta 299 dali. Þetta verður annar síminn frá félaginu sem mun notast við Google stýrikerfið.

Chen hefur lagt mikla áherslu á að viðhalda viðskiptum við fyrirtæki og opinbera aðila. Hann ætlar sér snúa rekstri félagsins við og ná að gera það arðbært í september á þessu ári.