Útgáfa á tveimur nýjum símum, Passport og Classic, varð ekki til þess að afkoma Blackberry varð réttum megin við núllið á fyrsta ársfjórðungi 2015. Farsímaframleiðandinn birti afkomu sína fyrir fjórðunginn í dag, en fram kemur að tap hafi numið 28 milljónum bandaríkjadala.

í uppgjörinu kemur fram að einungis hafi selst 1,1 milljón símar á fjórðungnum, en á seinasta ársfjórðungi 2014 seldust 1,6 milljónir síma. Fyrir vikið nam framleiðandans 5 sentum á hlut, eða samtals 28 milljónum bandaríkjadala. Það er þó öllu skárri afkoma en á sama ársfjórðungi fyrir ári síðan, þegar tapið nam 60 milljónum dala.

Vonir stjórnenda félagsins standa til þess að aukin áhersla á hugbúnað muni snúa hag þess til betri vegar. Gengi á bréfum félagsins hefur lækkað um 10% frá áramótum.

New York Times greinir frá.