*

miðvikudagur, 23. september 2020
Erlent 5. ágúst 2020 16:59

Blackstone kaupir í ættfræðifyrirtæki

Blackstone hefur keypt 75% hlut í Ancestry sem sérhæfir sig í fjölskyldusögum fyrir 4,7 milljarða dollara.

Ritstjórn
Stephen Schwarzman, forstjóri Blackstone Group

Blackstone hefur náð samkomulagi um kaup á meirihluta í Ancestry.com, ættfræðivefsíðu þekkt fyrir að rekja fjölskyldusögu. Samningurinn er metinn á 4,7 milljarða dollara. Hlutur einkafjárfestingarfélagsins (e. private equity group) verður um 75% samkvæmt heimildum Financial Times

„Við trúum að Ancestry hafi farveg fyrir frekari vöxt þar sem áhugi fólks, af öllum aldri og bakgrunni, á fjölskyldusögu sínum, er alltaf að aukast,“ er haft eftir David Kestnbaum, háttsettum stjórnanda hjá Blackstone, þegar samningurinn var tilkynntur fyrr í dag. 

Ancestry býður einnig upp á DNA próf og hefur fært út kvíarnar í erfðamengjafræði (e. genomics) á undanförnum árum. Vísindamenn fyrirtækisins sögðu í síðasta mánuði að þær gætuútskýrt af hverju kórónaveiran virðist hafa meiri áhrif á karla heldur en konur.

Fyrirtækið byrjaði einnig með skimunarþjónustu fyrr í mánuðum til að kanna hættu einstaklinga á að þróa erfanlega sjúkdóma líkt og hjartasjúkdóma, brjósta- og ristilskrabbamein. Aðlöguð EBITDA Ancestry á síðasta ári nam 420 milljónum dollara, samkvæmt gagnaveitunni Debtwire. Virði kaupsamningsins er því ellefu sinnum hærri en EBITDA. 

Stikkorð: Blackstone Ancestry.com