Bandaríska einkafjárfestingarfélagið (e. private equity) Blackstone hefur áhuga á að kaupa hlut í ítalska fjarskiptafyrirtækinu Wind SpA, að því er Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni sínum.

Egypski fjárfestirinn Naguib Sawiris hefur hug á því að selja 20% hlut í félaginu og á í viðræðum við nokkur einkafjárfestingarfélög, meðal annars Blackstone. Sawiris hefur haft áform að setja Weather Investments, móðurfélag Wind, á almennan hlutabréfamarkað, og í síðasta mánuði gaf hann til kynna að af því gæti orðið í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.