Jóhanna Sigurðardóttir á Viðskiptaþingi 2011
Jóhanna Sigurðardóttir á Viðskiptaþingi 2011
© BIG (VB MYND/BIG)
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun taka fyrir sjöttu endurskoðun samstarfsáætlunar íslenskra stjórnvalda og sjóðsins. Að því tilefni boða forsætisráðherra, fjármálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra og seðlabankastjóri til blaðamannafundar í Iðnó kl 15 í dag.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að afgreiðsla stjórnar AGS marki þáttaskil í efnahagslegri endurreisn Íslands eftir hrun fjármálakerfisins hér á landi enda verði þar með staðfest að öllum helstu markmiðum áætlunarinnar hafi verið náð.