Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, munu kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum markaði á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu kl. 10:20 á eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir að aðgerðirnar felist meðal annars í breytingum á tekjuskatti einstaklinga og ráðstöfunum í húsnæðismálum. „Á fundinum verður afhent fréttatilkynning sem og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga og yfirlýsing um húsnæðismál,“ segir í tilkynningunni.