Blaða- og fréttamenn sem komnir eru til Sotsjí í Rússlandi og eiga að fjalla um Ólympíuleikana þar næstu vikur eru ekki par hrifnir af því sem þeim er þar boðið upp á. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur tekið saman tíst þeirra á netinu en þar fara þeim hamförum um ömurlegar aðstæður á vanbúnum hótelum.

Þeir segja sum hótelin ekki fullbúin, vatnið úr krönum ódrekkandi og verkamenn sem vinni við framkvæmdirnar vafra inn og út úr herbergjum. Þá séu lyftur bilaðar og þurfi blaða- og fréttamenn að hlaupa upp á herbergi sín.

Einn gagnrýnir lélegar aðstæður, engan netaðgang og kulda í herberginu. Hann hafi þó einbreitt rúm.

Umfjöllun Washington Post .