Banda­rísk dag­blöð fækkuðu stöðugild­um um 1.300 á síðasta ári. Í dag vinna því 36.700 manns í fullu starfi á um 1.400 dag­blöðum vest­an­hafs. Þessu greinir mbl.is frá.

Í könn­un sem sam­tök rit­stjóra og stofn­un um ít­ar­leg­ar fé­lags­fræðirann­sókn­ir gerði kom þetta fram. Þá kom einnig fram að minni­hluta­hóp­ar juku hlut sinn á miðlun­um ör­lítið, en þeim fjölgaði um 200 og voru 4.900, eða 13,34% af starfs­mönn­um á frétta­stof­um blaðanna í fyrra. Hlut­fall minni­hluta­hópa hef­ur verið á bil­inu 12-14% í starfstéttinni und­an­far­in ára­tug, en þeir telja um 37% af heild­ar­fjölda Banda­ríkja­manna.

Blaðamenn voru flest­ir í Banda­ríkj­un­um árið 1990, eða 56.900 tals­ins, þeim hafði lítið fækkað árið 2000 þegar þeir voru 56.400, en síðan þá hef­ur leiðin legið meira eða minna niður á við. Eftir efnahagshrunið hefur staða blaðamanna farið versnandi og hefur þeim fækkað á hverju ári í Bandaríkjunum síðan árið 2007.