Tekjur fréttablaða
Tekjur fréttablaða

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Þegar litið er til tölfræði um tekjur íslenskra fréttablaða sést bólan býsna vel. Hins vegar er hrunið ekki jafnaugljóst áfall og ætla mætti og fjölmiðlarnir þegar farnir að rétta úr kútnum. Hið athyglisverða er þó að líkindum það að á undanförnum 20 árum hafa tekjur fjölmiðla af blaðasölu nær ekkert breyst. Í upphafi tímabilsins var auglýsingasala ámótamikill tekjustofn en þegar bóluhagkerfið tekur að blómstra breytist allt. Í því samhengi er rétt að muna að Fréttablaðið hefur sáralitlar tekjur af blaðasölu, því er að mestu dreift ókeypis. Auknar auglýsingatekjur skýrast því að miklu leyti með velgengni þess og örlæti eigendanna árin fyrir hrun.

Eftir situr svo hin varanlega þróun að auglýsingar er um tvöfaldur tekjustofn á við blaðasölu fréttablaða.