Forsvarsmenn fraktflugfélagsins Bláfugls segir að fyrirtækið geti tímabundið haldið uppi flugsamgöngum til og frá landinu í viðtali við Morgunblaðið um erfiða stöðu Icelandair. Sigurður Örn Ágústsson stjórnarformaður Bluebird Nordic, einnig þekkt sem Bláfugl, segir félagið ekki á leið í samkeppni við Icelandair en getur þó stigið inn fyrir þá til að viðhalda flugsamgöngum.

Sigurður Örn segir að lítið mál sé fyrir Bláfugl að nálgast vélar hratt og örugglega. Félagið er reiðubúið með ferli við öflun leyfa til að hefja farþegaflutninga. Sigurður tekur þó fram að félagið muni aðeins íhuga farþegaflug ef Icelandair fer í gjaldþrot.

Sjá einnig: Kaupin á Bláfugli frágengin

Forsvarsmenn Play flugfélagsins segir að fyrirtækið geti komið inn með skömmum fyrirvara ef Icelandair verði órekstrarhæft. Þeir tóku nánar fram að nægilegt fjármagn sé til fyrirstöðu og félagið getur auðveldlega nálgast eina til tvær flugvélar.