Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, íhugar að opna skrifstofur í Abu Dhabi. Með því hyggst hann færa út kvíarnar sem viðskipta- og stjórnmálaráðgjafi í Mið-Austurlöndum.

Umsvif Blairs á svæðinu eru umdeild, en hann er sagður vera mjög handgenginn krónprinsinum, Sheikh Mohammed bin Zayed al-Nahyan, en þeir deilda meðal annars andúð sinni á Islam.

Frekari umfjöllun um umsvif Blairs í Abu Dhabi er á vef Financial Times.