© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Við erum að vinna í þessu,“ segir Skorri Rafn Rafnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsvefnsins Bland.is, sem sumir þekkja sem Barnaland. Fyrirtækið auglýsti eftir löggiltum bílasala um síðustu helgi til að annast umsýslu með bíla á vef Bland. Fram kemur í tilkynningu frá Bland að með ráðningu löggilts bílasala verði lögð áhersla á að bjóða notendum Bland upp á þann möguleika að fá alla helstu aðstoð við bílaviðskipti og fer meirihluti aðstoðarinnar fram í gegnum netið. Skorri segir bílasöluna ekki verða að veruleika fyrr en eftir nokkra mánuði.

Samkvæmt upplýsingum Skorra eru hátt í 10.000 farartæki skráð á vef Bland í hverjum mánuði og ganga mörg hundruð bíla kaupum og sölum þar í hverri viku. Þeir Bland-liðar telja hlutdeild vefsins hátt í sölu á notuðum bílum eða um 60% á landinu öllu.

Bland hefur farið ört stækkandi sem sölutorg á netinu og aukin sala á bílum í gegnum vefinn hefur orðið til þess að meiri áhersla verður lögð á þróun á sölu farartækja.

Hér má sjá bíla til sölu á vef Bland.

Haris Georgiades, fjármálaráðherra Kýpur.
Haris Georgiades, fjármálaráðherra Kýpur.