Fjáröflunarátaki Kvennaathvarfsins lauk 9. apríl en það var haldið til að styrkja við flutning samtakanna í nýtt húsnæði, en alls voru seld í uppboði 25 verk fyrir samtals 250.000 krónur að því er segir í tilkynningu. Yfir hundrað tilboð bárust í verkin í uppboðinu.

Uppboð af þessu tagi er nýjung á sölutorginu Bland.is, en í tilkynningunni segir að yfir 100.000 gestir heimsæki vefinn Bland.is á hverri viku og að sölutorg þess sé það langstærsta á íslenskum netmiðli.

Skorri Rafn Rafnsson, framkvæmdastjóri Bland.is, segir að Kvennaathvarfið hafi leitað eftir samstarfi við fyrirtækið og að því hafi að sjálfsögðu verið vel tekið. Þá segir hann að ákveðið hafi verið að gefa jafn mikið og safnaðist í uppboðinu og tvöfalda þannig upphæðina. Kvennaathvarfinu munu því berast 250.000 krónur til viðbótar.