Blátjörn, sem er í eigu Sunds (49%) Hansa (24,5%), Novator (24,5%) og Hersis-ráðgjafar og þjónustu ehf. (2%), hefur keypt tæplega 13% hlut af ISP ehf. í Icelandic Group. Kaupin eru hluti af uppskiptingu ISP ehf. en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins mun Tryggingamiðstöðin eignast félagið að fullu, en Sund átti 51% hlutafjár í ISP.

Nafnverð hlutabréfanna sem Bláttjörn hefur keypt er tæpar 372 milljónir króna og var gengi bréfanna 7,8. Markaðsvirði er því um 2,9 milljarðar króna. Jafngildir þetta tæplega 13% en ISP átti liðlega 25% fyrir söluna og var stærsti hluthafinn.