Sepp Blatter verður áfram forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins. Þetta varð niðurstaðan eftir að jórdanski prinsinn Ali bin al Hussein dró framboð sitt til baka eftir fyrri umferð kosninga um forseta, í þann mund sem seinni umferðin var að hefjast.

Hvorugur frambjóðendanna vann fyrri umferðina en samkvæmt lögum FIFA þarf 2/3 hluta atkvæða þarf til að vinna.

Blatter hlaut 139 at­kvæði í fyrstu um­ferð en þurfti 140 til að sigra. Ali hlaut 73 at­kvæði. Í ann­arri um­ferð hefði dugað að fá yfir helm­ing at­kvæða.

Blatter hefur því sitt fimmta kjör­tíma­bil í embætti.