*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 21. október 2019 11:51

„Blautur draumur fákeppnismógúla“

Gylfi Magnússon, fyrrum stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins, gagnrýnir harðlega boðaðar breytingar á eftirlitinu.

Ritstjórn
Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, gengdi áður formennsku í stjórn Samkeppniseftirlitsins.
Haraldur Guðjónsson

Gylfi Magnússon segir í færslu á facebook-síðu sinni að með breytingum á samkeppislögum, sem boðaðar eru í nýju frumvarpi fjármálaráðherra, sé verið að „láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast“.

„Einfalda framkvæmd samkeppnislaganna og auka skilvirkni“ hljómar einhvern veginn betur en „Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast með því að draga tennurnar úr samkeppniseftirliti á Íslandi eins og frekast er unnt,“ skrifar Gylfi og heldur áfram.  

„Nú á að koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti borið niðurstöður áfrýjunarnefndar undir dómstóla og gætt þannig m.a. hagsmuna brotaþola. Jafnframt á að koma í veg fyrir að eftirlitið geti þvingað fram breytingar á skipulagi fyrirtækja þegar ekkert annað virðist duga til að ná fram eðlilegri samkeppni. Þetta eru ekki ný baráttumál mógúlanna, hugmyndir í þessa veru hafa oft verið viðraðar áður en ekki fengið brautargengi vegna harðrar andstöðu. Nú sjá þeir hins vegar greinilega lag til að knýja þetta fram,“ skrifar Gylfi Magnússon.