Í dag, laugardag, verður hin geysivinsæla fluguveiði-kvikmyndahátíð RISE haldin í annað sinn í Bíó Paradís en vart þarf að taka fram að RISE er eina fluguveiði-kvikmyndahátíðin sem haldin er á Íslandi.

Kristján Benediktsson segir að sýndar verði fimm myndir en þær séu ekki allar sýndar í heild sinni nema ein stuttmynd. Myndirnar megi flokka sem „ævintýra fluguveiðikvikmyndir“ (e. adventure driven fly fishing films).

„Þetta eru valdir kaflar úr þessum fimm myndum og sýningartíminn er um tveir klukkutímar. Við munum sýna á „Full HD“, það eru ekki öll bíóhús sem geta það eins og þeir í Bíó Paradís. Þegar þetta er komið á stóran skjá og í „Full HD“ er þetta auðvitað alveg geggjað. Fyrir þá sem hafa gaman af veiðimyndum er þetta blautur draumur. Það er stutt í veiðitímabilið hjá okkur þannig að það er auðvitað gaman að komast í fílinginn og hitta aðra veiðimenn.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Veiði
Veiði
© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)