Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands, tók í dag við styrki frá Icelandair hótel Reykjavík Natura í tilefni af bleika deginum, sem er í dag. Styrknum var safnað með útleigu á sérstöku bleiku herbergi sem hótelið leigir út og rennur hluti af útleigunni til Krabbameinsfélagsins. Herbergið hefur verið bleikt í um það bil tvö ár.

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni hefur Krabbameinsfélagið beðið landsmenn um að klæðast einhverju bleiku eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni.

Það var Sólborg Steinþórsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Reykjavík Natura, sem afhenti Ragnheiði styrkinn.

Bleika herbergið á Reykjavík Natura
Bleika herbergið á Reykjavík Natura