Eftir miklar hækkanir á íbúðamarkaði undanfarin misseri hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nánast staðið í stað frá því í sumar og veltan hefur snarminnkað á milli ára.

Á síðustu tveimur árum náði velta á íbúðamarkaði hámarki í mars árið 2021 en þá nam hún 101,5 milljörðum króna. Til samanburðar var hún 51,9 milljarðar í desember síðastliðnum. Á árinu 2021 nam veltan að meðaltali 71,5 milljörðum króna á mánuði og að meðaltali voru gerðir 1.188 kaupsamningar á mánuði. Á síðasta ári var veltan að meðaltali 57,1 milljarður króna á mánuði og þá voru að meðaltali gerðir 883 kaupsamningar á mánuði.

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Fasteignamarkaður, sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.