Verðþróunin og uppsveiflan á frönskum fasteignamarkaði hægði nokkuð á sér á síðasta ári samkvæmt tölum Global Property Guide (GPG). Hækkaði fasteignaverðið að meðaltali í Frakklandi um 7,1% árið 2006 samanborðið við 10,4% hækkun árið 2005 og 15,5% hækkun árið 2004.


Blikur eru sagðar á lofti í Frakklandi vegna minnkandi útflutningstekna og allt of mikils atvinnuleysis í þessu ríki sem er eitt skattpíndasta þjóðfélag í veröldinni. Frakklandsbanki hefur m.a. lýst áhyggjum af ástandinu. Segir hann að heimilin séu nú viðkvæmari en áður fyrir hækkun vaxta vegna hins háa fasteignaverðs sem þau verði að bera. Hættan á verðhruni fasteigna sé því meiri en um langt árabil. Er ástandinu líkt við það sem gerðist á miðjum níunda áratugnum þegar fasteignaverð í Frakklandi féll um meira en þriðjung.