Mikihiro Matsuoka, yfirhagfræðingur Deutsche Bank í Japan segir að blikur séu á lofti á hlutabréfamörkuðum þróaðra landa í minnisblaði sem hann hann skrifaði í dag. Segir hann að vandræðin skapast vegna "froðukenndra" verðmata á sama tíma og seðlabankar séu að taka stefnubreytingu í peningastefnu sinni. Bloomberg greinir frá.

Segir Matsuoka að VH-hlutföll fyrirtækja á markaði hafa hækkað stöðugt frá því að alþjóða fjármálakrísan reið yfir árið 2008. Segir hann hækkunina koma til vegna örvunnaraðgerða seðlabanka heimsins sem hafi lækkað ávöxtun á öruggum fjárfestingakostum og leitt til þess að fjárfestar sæki frekar í áhættumeiri fjárfestingakosti. Segir hann þessa þróun vera á barmi þess að snúast við vegna breytinga á peningastefnu í flestum þróuðum ríkjum fyrir utan Japan sem mun að hans mati auka ávöxtun á öruggum eignum en lækka verðmat á áhættusömum eignum.

Matsuoka bendir einnig á það að að meðal staðalfrávik heildarmarkaðsverðmætis hlutabréfamarkaða sem hlutfall af vergri landsframleiðslu sjö þróaðra landa sé að nálgast sama stig og árið 2000 og 2008. Löndin sem um ræðir eru Ástralía, Kanada, Þýskaland, Japan, Sviss, Bretland og Bandaríkin.