*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 21. júní 2017 19:10

Blikur á lofti

Í greiningu Arion banka kemur fram að ferðaþjónustan beri uppi þjónustuútfluning en þar má sjá blikur á lofti.

Pétur Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Á síðustu árum hefur ferðaþjónustan verið langstærsti liðurinn í þjónustuviðskiptum við útlönd. Í samantekt greiningardeildar Arion banka segir að það séu blikur á lofti, hvað varðar stöðu íslensku ferðaþjónustunnar: Styrkingu krónunnar, samdrátt í neyslu hvers ferðamanns og styttri dvalartíma. 

Talsverður afgangur var á vöru- og þjónustuviðskiptum síðastliðin ár. Hann var 159 milljarðar króna í fyrra og var afgangurinn tæplega 8 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þrátt fyrir myndarlegan viðskiptaafgang virðist sem styrking krónunnar sé farin að bíta í hann og ef ekki hefði verið fyrir fjölgun ferðamanna má áætla að á fyrsta ársfjórðungi hefði verið viðskiptahalli við útlönd að því er kemur fram í greiningu Arion banka á stöðu utanríkisviðskipta. 

Vöxtur í vöruútflutningi

Ef litið er fram hjá sjómannaverkfalli er umtalsverður vöxtur í vöruútflutningi, sér í lagi vegna hærra álverðs og aukningar í fiskeldi. Einnig hefur útflutningsverðlag í erlendri mynt almennt þróast á hagstæðan hátt, á meðan erlend verðbólga er lítil og olíuverð tiltölulega lágt. Á meðan litast innflutningur talsvert af miklum uppgangi í kaupmætti heimilanna og uppgangi í byggingageiranum. 

Stóra spurningin, að mati greiningaraðila, er þó hvort að útflutningsgreinar geti staðið undir núverandi gengi krónunnar. Greiningardeildin telur líklegra en ekki að krónan sé yfirverðlög til lengri tíma litið. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is