Bandaríkin
Bandaríkin
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Greiningarfyrirtækið Global Capital hefur gefið út nýja skýrslu þar sem fjallað er um efnahagshorfur í heiminum og eru þær ekki mjög bjartar samkvæmt frétt sænska viðskiptavefjarins di.se. Þar segir að hægja muni verulega á efnahagsbata heimsins og hann jafnvel stöðvast. Harðna muni enn frekar á dalnum á evrusvæðinu og hægja muni á kínverska hagkerfinu. Þá muni léleg staða japanska ríkissjóðsins hamla uppbyggingunni eftir náttúruhamfarirnar þar í landi fyrr á þessu ári enda þurfi að hækka skatta og skera niður útgjöld hins opinbera. Ljósið í myrkrinu er ef til vill Bandaríkin en Global Capital telur að þar í landi gæti hagkerfið tekið við sér á seinni helmingi ársins, m.a. vegna lækkandi orkuverðs. Bandarískir neytendur muni þó halda að sér höndum sem muni hægja á batanum. Fyrirtækið spáir 1,7% hagvexti í G7-löndunum (sjö helstu hagkerfum heimsins) á þessu ári og sömuleiðis á næsta ári.