Fjármálaeftirlitið hefur metið BLM Investment ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í Lýsingu hf. sem nemur allt að 33% í gegnum eignarhald sitt í móðurfélagi Lýsingar hf, Klakka ehf.

Fjármálaeftirlitið komst einnig að þeirri niðurstöðu að móðurfélag BLM Investment ehf., Burlington Loan Management Ltd. sem átti fyrir 13,2% í Klakka ehf., auk tengdra aðila sé hæf til að fara með allt að 50% virkan eignarhlut í óbeinni hlutdeild í Lýsingu hf. Þessir tengdu aðilar eru Deutsche International Finance (Ireland) Limited og Davidson Kempner Capital Management LP.