Myndbandaleigukeðjan Blockbuster hefur dregið yfirtökutilboð sitt í raftækjasmásölukeðjuna Circuit City til baka. Tilboð Blockbuster hljóðaði upp á meira en milljarð Bandaríkjadala.

Circuit City tilkynnti í síðasta mánuði um 11% samdrátt í sölu á þremur mánuðum, frá byrjun mars og út maí.

Hugmynd Blockbuster með kaupunum var að skapa verslanakeðju sem seldi bæði ferðaspilara og efni til að spila á þeim. Fyrirtækið hyggst halda sig við þá áætlun, en framkvæma hana innan Blockbuster.