Svissneski bankinn UBS hefur ákveðið að fækka starfsmönnum 5% og munu 3.500 störf glatast við niðurskurðinn. Flestir sem missa munu vinnuna starfa nú við fjárfestingarbanka UBS.

Fleiri bankar hafa tilkynnt um fækkun starfsmanna. Þann 1.ágúst tilkynnti HSBS bankinn að fækka ætti störfum um 30.000. Barkley's hefur tilkynnt að fækka þurfi starfsmönnum um 3.000 og Royal Bank of Scotland mun segja upp 2.000 starfsmönnum. Þá mun Suisse Group einnig fækka starfsmönnum um 2.000. Fækkun starfsmanna í evrópskum bönkum er því komin yfir 40.000 manns.

Evrópskir bankar eru að fækka starfsfólki á sexföldum harða miðað við banka í Bandaríkjunum af því er fram kemur í frétt Bloomberg.

Jonathan Evans, formaður Sammons Associates í London, segir að niðurskurðurinn sé mikið blóðbað og spáir því að ástandið muni versna frekar. "Ég get ekki séð fyrir mér að margir þeirra sem misst hafa vinnuna fái endurráðningu. Lífið verður mjög erfitt í tvö til þrjú ár."