Prins Albert annar, fursti af Mónakó, á von á sínu fyrsta barni með konu sinni Suður Afrísku sundkonunni Charlene Wittstock. Barn þeirra mun vera næsti erfingi Mónakósku krúnunnar. En Mónakó, sem er einungis tveir ferkílómetrar að stærð, er minnsta sjálfstæða ríki heims á eftir Vatíkanríki.

Tilkynningin er sérstaklega merkileg í ljósi þess að ef Albert prins, sem er 56 ára, eignast ekki réttmætan erfingja mun Mónakó að hluta til missa sjálfstæði sitt og Frakklandsforseti mun taka við embættisskyldum þar í landi en þetta er samkvæmt lögum frá 1918.

Albert prins á áður tvö börn, en sökum þess að þau fæddust utan hjónabands eru þau ekki réttmætir erfingjar krúnunnar.