Gengi hlutabréfa í Icelandair Group féll um 3,04% í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta gengislækkun dagsins en gengi hlutabréfa þar fór ýmist upp eða niður. Af þeim sex skráðu félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna stóð eins eitt í stað, bréf BankNordik.

Hlutabréf stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkuðu um 2,09%. Fyrirtækið skilaði uppgjöri í gær, sem Greining Íslandsbanka sagði að væri undir væntingum. Þá lækkaði gengi hlutabréfa Marel um 1,09%

Bréf Haga hækkuðu um 1,51% og gengi bréfa færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum fór upp um 0,84%

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,19% og endaði hún í 947,83 stigum.