Fyrsta skóflustungan hefur verið tekin að nýrri verslun Blómavals í Skútuvogi. Þetta er fyrsta skrefið í uppbyggingu Blómavals, en nýja verslunin verður staðsett í Skútuvogi 16, í bygginu samtengdri Húsasmiðjunni Skútuvogi.

Nýja verslunin er gróðurhúsabygging, tæplega 4000 m2 og verður án efa stærsti stórmarkaður landsins með blóm og allt sem þarf fyrir garða og gróður. Verslunin opnar í október á þessu ári, en um leið verður versluninni í Sigtúni lokað, en þar hefur stærsta verslun Blómavals verið rekin í 35 ár.

Af þessu tilefni gróðursettu krakkarnir af Steinahlíð plöntu sem mun vaxa og dafna með nýrri Blómavalsbúð um ókomin ár.