Hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum var blómlegur á því ári sem nú er nýliðið undir lok. Allar þrjár stærstu hlutabréfavísitölunnar hækkuðu verulega, að því er fram kemur á vef BBC.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 26,5% á nýliðnu ári. Hún hefur ekki hækkað jafn mikið síðastliðin átján ár. S&P 500 hækkaði um tæp 30% og sömu sögu er að segja af Nasdaq.

Seðlabanki Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á það á nýliðnu ári að halda vöxtum lágum og hvetja þannig fjárfesta til þess að vera virkir á hlutabréfamarkaði með fyrrgreindum afleiðingum.

Gull lækkaði hinsvegar um tæplega 29% og er verðið á únsunni um 1200 dalir. Það hefur ekki verið lægra í 32 ár.