Bæjarráð Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að sveitarfélagið tæki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 50 milljónir króna til 14 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins. Lánið er tekið til að fjármagna byggingu sundlaugarinnar og var Arnari Þór Sævarssyni, bæjarstjóra, veitt umboð til þess að ganga frá lántökunni að því er kemur fram í frétt Húnahornsins, fréttavefs Húnvetninga.

Sem kunnugt er hafa mörg sveitafélög komist í veruleg fjárhagsvandræði vegna sundlaugabygginga og eru Álftnesingar líklega þar frægastir.