Michael Bloom­berg, fyrr­um borg­ar­stjóri New York borgar, birti í gærkvöldi aðsenda grein á vefsíðu Bloomberg og til­kynnt að hann ætli ekki að bjóða sig fram til for­seta Banda­ríkj­anna.

Bloomberg metur stöðuna sina svo að honum myndi ekki takast að sigra kosningarnar. Að auki telur hann framboð sitt gæti aukið líkurnar á að Donald Trump eða Ted Cruz vinni.

„Það eru góðar lík­ur á því að fram­boð mitt myndi leiða til þess að Don­ald Trump eða Ted Cruz næðu kjöri. Það er áhætta sem ég get ekki tekið með góðri sam­visku“ segir Bloomberg á Bloomberg.

Bloomberg er 74 ára gamall. Árið 2001 bauð hann sig  fram til borgarstjóra New York borgar. Hann sagði skilið við demókrata og bauð sig fram fyrir Repúblíkanaflokkinn. Hann sigraði þrennar kosningar í röð.

Árið 2007, á öðru kjörtímabili sínu, sagði Bloomberg sig úr Repúblikanaflokknum og lýsti sig óháðan.

Pistil Bloomberg má lesa hér.