Fréttavefur Bloomberg fylgist greinilega vel með Íslandi því rétt fyrir klukkan fimm var búið að greina frá jarðskjálfta upp á 6,1 á Richter á Suðurlandi Íslands.

Þar segir að íbúar í hafi fundið byggingar hristast en ekki lægi ljóst fyrir hvort meiðsl hefðu orðið á fólki eða frekari upplýsingar um skaða.

Bloomberg segir reyndar að um 280.000 manns búi á Íslandi og segir Ísland vera virka eldstöð (eyju) í Norður Atlantshafi. Þá er jafnframt greint frá því að í júní árið 2000 hafi jarðskjálfti upp á 6,6 á Richter hrist við Íslandi.

Jarðskjálftinn sem varð í Kína þann 12. maí síðastliðinn hefur leitt rúmlega 68 þúsund manns til dauða og tæplega 20 þúsund manns er enn saknað.

Fleiri erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Suðurlandskjálftann á Íslandi í dag.