Bloomberg fjallar um nýbirta þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, sem gerir ráð fyrir því að landsframleiðsla hér dragist saman um 0,7% á næsta ári. Fréttaveitan ræðir við Lúðvík Elíasson, sérfræðing á greiningardeild Landsbanka, sem segir að deildin spái kólnun, en ekki nærri því jafn mikilli.

„Það er mjög langt síðan við sáum samdrátt hér á landi,“ segir Lúðvík við Bloomberg. „Almennt er talið að verðbólga verði vel yfir markmiði [Seðlabankans]. Við spáum kólnun, en engri í líkindum við þetta,“ segir Lúðvík.