Bandaríska frétta- og gagnaveitan Bloomberg hefur ákveðið að yfirtaka viðskiptatímaritið BusinessWeek. Bloomberg fréttaveitan, sem stofnuð var af Michael Bloomberg, núverandi borgarstjóra New York, mun taka yfir reksturinn fyrir áramót.

McGraw-Hill, fyrrum eigandi BusinessWeek setti blaðið á sölu í júlí síðastliðnum en rekstur þess hefur erfiðlega síðustu 18 mánuði eða svo, þá helst vegna minnkandi eftirspurnar eftir auglýsingum. Með kaupunum eignast Bloomberg bæði tímaritið sjálft og vefsíðu þess, BusinessWeek.com.

Að sögn Reuters fréttastofunnar er kaupverðið þó ekki gefið upp. Þá kemur fram að auglýsingum í tímaritinu ná ekki 1.900 blaðsíðum á þessu ári, en voru fyrir rúmum tveimur árum yfir 6.000 árlega.