Bloomberg góðgerðarsjóðurinn tilkynnti í dag að hann myndi verja 5 milljónum dala, tæpum 800 milljónum íslenskra króna, í þágu Little Sun, fyrirtækis sem hannar sparneytna ljósalampa. Ólafur Elíasson og Frederik Ottesen hanna lampana. Stofnandi Bloomberg sjóðsins er Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, sem er ellefti ríkasti maður Bandaríkjanna.

Markmiðið með framleiðslu lampanna er að selja þá til heimila þar sem rafmagn er lítið eða ófáanlegt. Í tilkynningu vegna styrkveitingarinnar segir að Little Sun sé nokkurskonar samfélagsverkefni sem var sett á laggirnar til að vinna gegn samfélagslegu vandamáli í stað þess að skila hámarksarði.

Í tilkynningunni segir að Bloomberg góðgerðarsjóðurinn muni veita lán á lágum vöxtum sem ætlað er að nýta í að þróa fyrirtækið Little Sun þannig að það geti veitt heimilum, skólum og smáfyrirtækjum í Afríku þjónustu sína.