Hlutabréf í Evrópu hafa nú í morgunsárið lækkað um 1,7% eða 2,4%, eftir því hvort miðað er við Euronext 150 eða Euronext 100 hlutabréfavísitölurnar. Þegar þetta er skrifað hefur úrvalsvísitalan í Kaupmannahöfn lækkað um 2,8%, í Stokkhólmi um 2,7%, í Osló um 1,6% og í Helsinki um 2,6%.

Svipaða sögu er að segja um kauphallirnar í Lundúnum, París og Frankfurt, þar sem lækkanir eru yfir 2%. Hlutabréf lækkuðu einnig í Asíu í dag.

Í Bloomberg er ástæðan rakin til þess að fjárfestar hafi meiri áhyggjur en áður af því að fjármálafyrirtæki þurfi að sækja sér aukið eigið fé og að lægra olíuverð hafi veikt orkufyrirtæki.