Eftir að bandaríska þingið neitaði að samþykkja 700 milljarða dala björgunaráætlun stjórnvalda hrundu hlutabréf vestan hafs í dag, en fjárfestar óttast frekari vandræði fjármálageirans.

Standar & Poor´s vísitalan hefur ekki lækkað meira á einum degi síðan í október 1987, en eina fyrirtækið innan hennar sem hækkaði var Campbell Soup Co.

Olíuverð lækkaði einnig mikið í dag, um 10,2% og kostar olíutunnan nú 96,4 dali á Bandaríkjamarkaði. Hlutabréf í orku- og hrávörufyrirtækjum lækkuðu einnig mikið.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 9,1% í dag. Dow Jones lækkaði um 6,7% og Standard & Poor´s lækkaði um 8,8%.