Internet Computer, ný rafmynt sem var hleypt af stokkunum á mánudaginn síðasta, er nú þegar orðin áttunda stærsta rafmynt heims með hátt í 40 milljarða dala markaðsvirði, samkvæmt vefsíðunni coinmarketcap.com .

Gengi Internet Computer sveiflaðist verulega á fyrsta viðskiptadegi en markaðsvirði fór hæst upp í 90 milljarða dala en einungis nokkrum mínútum síðar var það komið aftur niður í 18 milljarða dala.

Stofnendur rafmyntarinnar, Dfinity Foundation, vonast til að gera Internet Computer að eins konar ómiðstýrðri útgáfu af internetinu, að því er kemur fram í frétt CNBC . Rafmyntin og dreifða færsluskráin hennar eiga að hjálpa fólki að birta efni á neitnu án þess að þurfa að nota þjónustu stórfyrirtækja á borð við Facebook og Amazon.

Skjalakeðja (e. blockchain) rafmyntarinnar notast við snjallsamninga, líkt og rafmyntin EthereumDfinity telur sig hafa mun sneggri og ódýrari lausn.

„Internet Computer er starfrækt á mjög ólíkan máta heldur en nokkur önnur skjalakeðja,“ sagði Dominick Williams, stofnandi Dfinity, við Bloomberg . „Margar skjalakeðjur í dag eru aðallega keyrðar í gegnum skýið. Internet Computer er alfarið keyrt í gegnum tileinkaðan hugbúnað sem hefur verið settur upp hjá sjálfstæðum aðilum víðs vegar um heiminn.“