*

mánudagur, 11. nóvember 2019
Innlent 21. júlí 2018 16:00

Blússandi sigling á Kolibri

Tekjur félagsins jukust um þriðjung í fyrra, og hagnaður meira en tvöfaldaðist. Meðallaun hækkuðu um fimmtung.

Ritstjórn
Ólafur Örn Nielsen er framkvæmdastjóri Kolibri.
Eva Björk Ægisdóttir

Tekjur hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri ehf. jukust um þriðjung í fyrra og voru 491 milljón, samanborið við 368 milljónir 2016.

Rekstrarkostnaður félagsins jókst um fjórðung, en sú aukning var nánast alfarið fólgin í auknum launakostnaði, sem jókst um 32% þrátt fyrir að ársverkum hefði aðeins fjölgað um tæp 9%. Meðallaun hækkuðu því um 21%. Hagnaður eftir skatta var 50 milljónir, vel yfir tvöföldun þeirrar 21 milljónar sem félagið hagnaðist um árið áður.

Stikkorð: Kolibri