Sigurbjörg Þrastardóttir hefur sent frá sér bókina Blysfarir, sem er um þríhyrning, þar sem stúlka eltir strák og strákurinn eltir dreka. Þetta kemur fram í viðtali við Sigurbjörgu í helgarblaði Viðskiptablaðsins. Fram kemur í viðtalinu að atriði í bókinni eru bönnuð börnum. Ennfremur að hún sé einlæg, vönduð og mikið unnin, en jafnframt að það sé „meira rokk í henni“ en í hinum bókum Sigurbjargar.

Sigurbjörg Þrastardóttir gaf út sína fyrstu ljóðabók, Blálogaland, árið 1999 og hefur eftir það gefið út verk á hverju ári, hvort sem það er leikverk, ljóðabók eða skáldsaga, en skáldsagan hennar, Sólarsaga, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2002.

Lesa má viðtalið við Sigurbjörgu í helgarblaði Viðskiptablaðsins, sem hægt er að nálgast á pdf-formi hér á vefnum. Áskrifendur geta sótt um aðgangsorð á [email protected] .