BM Vallá vinnur nú að uppsetningu steypustöðvar í Bolungarvík. Steypustöðin rís á sama stað og önnur slík stöð var á áður, en sú var reist í tengslum við byggingu ratsjárstöðvar á Bolafjalli á níunda áratugnum.

Nýju steypustöðina á að nota við byggingu jarðganga undir Óshlíð.

Þetta kemur fram á vef blaðsins Bæjarins Besta á Ísafirði. „Mikil uppbygging er nú í Bolungarvík og merkja má aukin umsvif víða í byggðarlaginu sem hlýtur að auka enn frekar á blómlegri byggð í Bolungarvík,“ segir jafnframt í frétt Bæjarins Besta.