Hagnaður af rekstri BM Vallár ehf., sem stofnað var á grunni BM Vallár sem fór í slitameðferð í fyrra, nam um 45 milljónum króna í fyrra. Stjórn félagsins samþykkti ársreikning hins nýja félags, sem stofnað var 21. maí 2010, á fundi sínum 16. febrúar sl.

Tekjur af vörusölu námu tæplega 1,3 milljörðum króna. Eignir félagsins eru nú metnar á 1,56 milljarða króna en skuldir eru 1,1 milljarður króna, og eigið féð því 457 milljónir króna.