BM Vallá tapaði 126,3 milljónum á síðasta ári en árið 2011 var 139 milljóna króna tap af rekstrinum. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að batinn sé því lítill frá fyrra ári. Eigið fé félagsins var jákvætt um 433,7 milljónir og er eiginfjárhlutfall því 25%.

„Afkoma félagsins undanfarin tvö ár endurspeglar þá deyfð sem verið hefur á byggingarmarkaðnum og litlar fjárfestingar hjá opinberum aðilum,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Félagið er í eigu BMV Holding ehf. sem er í eigu innlendra og erlendra fjárfesta.