Arion banki hefur sett til sölu allt hlutafé í B.M. Vallá framleiðslufyrirtæki og er auglýst í dag. Félagið er í 100% eigu Eignabjargs, dótturfélags Arion banka. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Arion banka rennur frestur til að skila óskuldbindandi tilboðum í félagið út 2. maí næstkomandi. Í kjölfarið munu valdir fjárfestar fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið áður en óskað verður eftir bindandi tilboðum.

Arion banki tók yfir rekstur BM Vallár á síðasta ári eftir gjaldþrot félagsins. Reksturinn hefur síðan þá verið endurskipulagður. Í tilkynningunni frá bankanum segir að kostnaðaruppbygging hafi verið löguð að núverandi efnahagsástandi en framleiðslugeta geti engu að síður annað meðalári, án þess að til mikilla fjárfestinga þurfi að koma.

Tilkynning frá Arion banka: