B.M. Vallá var endurfjármagnað á síðasta ári með aukningu hlutafjár um 195 milljónir króna og endurfjármögnun lána í tengslum við eigendaskipti á félaginu. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir 2012 en áður hafði félagið greint frá því að 126 milljóna tap varð af rekstrinum á árinu 2012.

Í ársreikningi sést hvernig langtímaskuldir félagsins hækkuðu frá ársbyrjun úr 153 milljónum í 825 milljónir króna í árslok. Á móti lækkuðu langtímaskuldir úr 913 milljónum í 493 milljónir. Eignir félagsins námu um áramót um 1.750 milljónum og eigið fé var um 430 milljónir.