Bayerische Motoren Werke AG hagnaðist um 5,34 milljarða evra, um 840 milljarða króna, í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu byggða á bráðabirgðauppgjöri þess.

Hagnaðurinn jókst um 4,5% milli ára þrátt fyrir 1% minni veltu, sem nam 76,06 milljörðum evra.

BMW AG framleiðir BMW, Rolls Royce og Mini.

Bæverski bílaframleiðandinn var stærsti lúxusbílaframleiðandi í heimi í fyrra, ef miðað er við selda bíla. BMW missti toppsætið til Audi í byrjun febrúar á þessu ári.